Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2020 22:01 Dóra og Andrea Lind, ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og afi Andreu og Áskell Þórisson, sonur Dóru. Vísir/Magnús Hlynur Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“ Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“
Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46
Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15