Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 05:58 Forsetahjónin sjást hér á sviðinu eftir fyrstu kappræðurnar vegna komandi kosninga en kappræðurnar fóru fram á þriðjudag. Getty/Scott Olson Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira