Innlent

Gæti snjóað á fjallvegum fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hitaspáin núna klukkan níu. Það er smá kalt í morgunsárið en hlýnar með deginum.
Hitaspáin núna klukkan níu. Það er smá kalt í morgunsárið en hlýnar með deginum. Veðurstofa Íslands

Breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og bjart með köflum í dag, en rigning austast á landinu og skúrir við vesturströndina, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hiti þrjú til níu stig að deginum.

Seint í dag bætir svo í úrkomu og fer að rigna á öllum austurhelmingi landsins og á Norðurlandi í kvöld og nótt þar sem líkur eru á að úrkoman falli sem snjókoma á fjallvegum.

Það styttir víða upp í fyrramálið og verður fremur hægur vindur og úrkomulítið veður víðast hvar nema á Austfjörðum þar sem útlit er fyrir áframhaldandi rigningu fram á kvöld.

Veðurhorfur á landinu:

Breytileg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en rigning austast, og skúrir við vesturströndina. Hiti 3 til 9 stig að deginum.

Bætir í úrkomu og fer að rigna á austurhelmingi landsins seint í dag, og norðvestanlands í nótt, en styttir víða upp í fyrramálið. Áfram fremur hægur vindur og úrkomulítið á morgun, en rigning á Austfjörðum fram eftir degi.

Á laugardag:

Breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil væta með köflum, en þurrt S-lands, og rigning á Austfjörðum fyrripart dags. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil rigning A-til. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Norðaustan 5-10 og dálítil rigning eða súld, en lengst af þurrt um landið V-vert. Hiti 4 til 9 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustanátt og skýjað en úrkomulítið. Fremur milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×