Til hamingju með daginn, þroskaþjálfar! Regína Ásvaldsdóttir skrifar 2. október 2020 09:30 Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar