Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 08:56 Krabbameinsfélagið. Vísir/Vilhelm Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30