Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 11:58 Garðar Kjartansson, þaulreyndur veitingamaður, hefur skrifað undir tíu ára leigusamning. Hann ætlar að hafa veitinga- og menningarstarfsemi í hinu fornfræga húsi og nafnið heldur sér: Mál og menning. Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“ Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“
Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira