Það var söngkonan Stefanía Svavarsdóttir sem fór með sigur úr bítum í keppninni Falsk Off í þætti Völu Eiríks á FM957.
Hún vann Elísabetu Ormslev í undanúrslitum og síðan Friðrik Dór Jónsson í úrslitaviðureigninni en keppt var í því hver gæti verið falskari.
Stefanía fékk 55 % atkvæða í kosningu á Vísi og mun hún afhenda Krýsuvík 100.000 krónur sem var verðlaunaféð.
Hér að neðan má sjá úrslitaviðureignina.