Konur í nýsköpun Huld Magnúsdóttir skrifar 5. október 2020 08:00 Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun