Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 10:33 Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21