Innlent

Sjö bekkir í Sunnulækjarskóla á Selfossi komnir í sóttkví

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölmargir bekkir í Sunnulækjarskóla á Selfossi eru nú komnir í sóttkví.
Fjölmargir bekkir í Sunnulækjarskóla á Selfossi eru nú komnir í sóttkví. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Birgir Edwald skólastjóri Sunnulækjarskóla á Selfossi hefur sent frá sér tilkynningu til foreldra barna í skólanum að það sé krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1., 4., 6., 7., 8., 9. og 10. bekk og Setri í Sunnulækjarskóla, eigi að fara í sóttkví frá og með 1. október 2020 til og með 15. október 2020 þar sem þau voru útsett fyrir smiti vegna COVID-19 veirunnar.

Ástæðan er sú að í gær kom i ljós að starfsmaður í Setri, nemandi í 1. bekk og nemandi í 4. bekk höfðu greinst jákvæðir í Covid-testi.

Sunnulækjarskóli á Selfossi þar sem kórónuveiran hefur komið upp hjá tveimur nemendum og einum starfsmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×