Innlent

Leikskólanum Vesturkoti lokað vegna covid-19 smits

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Leikskólanum sem er í Hafnarfirði hefur verið lokað vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni.
Leikskólanum sem er í Hafnarfirði hefur verið lokað vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Vísir/Vilhelm

Leikskólanum Vesturkoti í Hafnarfirði hefur verið lokað eftir að starfsmaður leikskólans greindist með covid-19. Ekki liggur fyrir hversu lengi leikskólinn verður lokaður en ákvörðun um lokun leikskólans var tekin að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld að sögn leikskólastjóra.

„Ég get staðfest það. Það kom upp smit hjá einum starfsmanni,“ segir Særún Þorláksdóttir, leikskólastjóri Vesturkots í samtali við Vísi. „Allar ákvarðanir voru teknar í samráði við rakningarteymið.“

Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hversu lengi leikskólinn verður lokaður en það verður að minnsta kosti til og með næsta fimmtudegi. „Það verður að bíða eftir að allir fari í sýnatöku sem verður á fimmtudaginn,“ segir Særún. Ákvörðun um framhaldið verði tekin þegar niðurstöður úr skimun liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×