Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir upp­götvanir um lifrar­bólgu C

Atli Ísleifsson skrifar
Harvey J. Alter, Michael Houghton og Charles M. Rice.
Harvey J. Alter, Michael Houghton og Charles M. Rice. Nobel prize

Bandaríkjamennirnir Harvey J. Alter, Michael Houghton og Charles M. Rice fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar um lifrarbólgu C veiruna.

Frá þessu var greint á fréttamannafundi í morgun.

Uppgötvanir þeirra um veiruna sem veldur lifrarbólgu C, og gerðar voru á níunda áratugnum, hafa leitt til þróunar blóðprufa og nýrra lyfja sem hafa bjargað milljónum mannslífa.

Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur sem veldur oft krónískum lifrarskemmdum og lifrarkrabbameini.

Greint verður frá því á morgun hver hlýtur Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Á miðvikudaginn verður greint frá hver hlýtur verðlaunin í efnafræði.

BREAKING NEWS The Nobel Assembly at Karolinska Institutet has decided to award the 2020 Nobel Prize in Physiology or...

Posted by Nobel Prize on Monday, 5 October 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×