Fótbolti

Mætum íslensku fílahjörðinni

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið hefur afrekað margt á undanförnum árum en er á niðurleið, segir í grein Sport.ro. Kári Árnason er aldursforseti íslenska liðsins en hann verður 38 ára í næstu viku.
Íslenska landsliðið hefur afrekað margt á undanförnum árum en er á niðurleið, segir í grein Sport.ro. Kári Árnason er aldursforseti íslenska liðsins en hann verður 38 ára í næstu viku. VÍSIR/DANÍEL

Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta.

Liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld. Á vefmiðlinum Sport.ro segir í fyrirsögn: „Við berjumst við „FÍLANA“ frá EM. GRÍÐARHÁR meðalaldur íslenska landsliðsins. „Nýliðinn“ Pálsson er 29 ára!“

Fyrirsögnin á vef sport.ro.Skjáskot/sport.ro

Því er heldur ekki að neita að byrjunarlið Íslands verður skipað ansi reynslumiklum leikmönnum. Allir leikmennirnir sem voru í byrjunarliði Íslands á EM 2016 gætu spilað gegn Rúmeníu, í fyrsta sinn síðan á EM. Ef Guðlaugur Victor Pálsson heldur sæti sínu í liðinu, eins og búast má við, gæti hann verið yngstur þrátt fyrir að vera 29 ára, og meðalaldur íslenska liðsins verið yfir 32 ár.

Hinn 35 ára Birkir Már Sævarsson gæti svo komið inn í stað Victors og þá myndi meðalaldurinn hækka enn frekar. Aftur á móti er meðalaldur líklegs byrjunarliðs Rúmena 27-28 ár.

Svona eru líkleg byrjunarlið liðanna að mati Sport.ro, og aldur leikmanna:

Ísland: Hannes 36 – Guðlaugur Victor 29, Kári 37, Ragnar 34, Ari Freyr 33 – Jóhann 29, Gylfi 31, Aron 31, Birkir Bjarna 32 - Kolbeinn 30, Alfreð 31.

Rúmenía: Tatarusanu 34 - Manea 23, Burca 27, Grigore 34, Camora 33 - Marin 24, Cretu 28 - Hagi 21, Stanciu 27, Mitrita 25 - Alibec 29.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×