Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. október 2020 12:34 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira