Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 12:52 Þrátt fyrir að Trump sé á sjúkrahúsi smitaður af kórónuveirunni lét hann leyniþjónustumenn aka með sig í kringum sjúkrahúsið til að hann gæti veifað stuðningsmönnum sínum. AP/Carlos Vargas Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. Trump var fluttur á Walter Reed-sjúkrahúsið í Maryland eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar á föstudag. Læknar hans og ráðgjafar í Hvíta húsinu gáfu misvísandi upplýsingar um heilsu forsetans um helgina og reyndu að draga upp bjartsýna mynd af ástandi hans og horfum. Sean Conley, læknir Hvíta hússins, virðist meðal annars hafa logið vísvitandi þegar hann sagði fréttamönnum að Trump hefði ekki verið gefið súrefni eftir að súrefnismettun í blóði hans féll á laugardag. Þá skapaðist töluverð ringlureið þegar læknir forsetans sagði um helgina að Trump hefði greinst smitaður fyrr en greint hefur verið frá opinberlega. Forsetinn hefði þá mögulega ferðast um vitandi að hann væri smitaður. Hvíta húsið hélt því fram að læknirinn hefði „mismælt“ sig. Óvænt sjónarspilið fyrir utan sjúkrahúsið síðdegis í gær þegar Trump var ekið löturhægt í svartri bifreið svo að hann gæti veifað til stuðningsmanna sinna kom svo læknum og leyniþjónustunni sem sér um að gæta öryggis forsetans í opna skjöldu. Þeir saka forsetann um að stefna heilsu og lífi lífvarða sinna í hættu fyrir almannatengslabrellu. „Þetta átti aldrei að eiga sér stað“ „Hann er ekki einu sinni að þykjast að honum standi ekki á sama,“ hefur Washington Post eftir leyniþjónustumanni sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir Hvíta hússins. „Hvar eru þeir fullorðnu?“ sagði annar fyrrverandi leyniþjónustumaður. CNN-fréttastöðin hefur eftir öðrum núverandi leyniþjónustumanni sem vinnur við öryggisgæslu Trump og fjölskyldu hans að bílferð Trump í gær hefði „aldrei átt að eiga sér stað“. Tveir lífverðir í sloppum, grímum með augnhlífar fylgdu Trump, sem var með grímu fyrir andlitinu, í bílnum. Þeir þurfa nú að gangast undir fjórtán daga sóttkví og eru útsettir fyrir smiti. Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, fullyrðir að allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafi verið viðhafðar í ökuferðinni. Læknar forsetans hafi úrskurðað að ferðin væri örugg. Sannleiksgildi þess síðarnefnda er óljóst. James Philipps, læknir við Walter Reed-sjúkrahúsið, benti á að forsetabifreiðin sem Trump var ekið í sé ekki aðeins skotheld heldur einnig loftþétt til að verjast efnaárásum. „Hættan á Covid-19-smiti inni er eins mikil og hún verður fyrir utan læknismeðferð. Ábyrgðarleysið er sláandi. Hugur minn er með leyniþjónustunni sem neyddist til þess að taka þátt,“ tísti Phillips. Every single person in the vehicle during that completely unnecessary Presidential drive-by just now has to be quarantined for 14 days. They might get sick. They may die. For political theater. Commanded by Trump to put their lives at risk for theater. This is insanity.— Dr. James P. Phillips, MD (@DrPhillipsMD) October 4, 2020 Í sama streng tók Jonathan Reiner, prófessor í læknisfræði og skurðlækningum við George Washington-háskólann. Sjúkrahússtarfsfólk sem umgengst kórónuveirusjúklinga eins og Trump klæðist fullum hlífðarbúnaði. „Með því að fara í skemmtibíltúr fyrir utan Walter Reed stefnir forsetinn lífvörðum sínum í alvarlega hættu,“ tísti Reiner. Vildu sýna styrkleika Skeytingarleysi Trump gagnvart heilsu lífvarða sinna var þegar óánægjuefni innan leyniþjónustunnar. Nokkrir liðsmenn hennar hafa smitast af kórónuveirunni þegar þeir hafa ferðast með forsetanum á kosningafundi með stuðningsmönnum hans sem hann hefur haldið áfram í trássi við tilmæli hans eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir. Álag á leyniþjónustumenn hefur aukist þegar hluti teymisins hefur þurft að fara í einangrun eða sóttkví. „Maður getur ekki sagt nei,“ segir leyniþjónustumaður um hvernig lífverðirnir eigi engra annarra kosta völ en að verða við kröfum forsetans. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var það Trump sjálfur og nánustu ráðgjafar hans sem tóku ákvörðun um að fara í bílferðina. Forsetanum hafi leiðst á sjúkrahúsinu og hann hafi viljað sýna styrkleika enda hefði honum gramist að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta húsinu, segði fréttamönnum að heilsa Trump væri verri en læknar lýstu á laugardag. CNN segir að Trump og ráðgjafar hans hafi með bílferðinni viljað sýna þjóðinni að forsetinn væri hress og við stjórnvölinn. „Ímyndin skiptir máli þessa stundina. Það er lykilatriði að sýna styrkleika og seiglu. Ekki bara fyrir bandarísku þjóðina heldur fyrir þá sem fylgjast með erlendis,“ segir heimildarmaður Washington Post sem stendur Meadows nærri. Hvíta húsið birti myndir af Trump þar sem hann sat við borð, að því er virtist að fara yfir skjöl við tvö mismunandi tækifæri. Myndirnar voru þó teknar með um tíu mínútna millibili og virtist Trump skrifa nafn sitt á autt blað á annarri þeirra. Forsetinn var ekki með grímu á myndunum og segir CNN óljóst til hvaða ráðstafana var gripið til að verja ljósmyndarann fyrir smithættu. Önnur myndanna sem Hvíta húsið birti á laugardag og áttu að sýna Trump við vinnu á sjúkrahúsinu. Þar virðist hann skrifa nafn sitt á autt blað.AP/Joyce N. Boghosian/Hvíta húsið Trúverðugleiki læknanna skaddaður Upplýsingaóreiðan í kringum veikindi Trump um helgina er talin hafa skaðað trúverðugleika lækna hans verulega. Eftir að læknarnir höfnuðu því að Trump hefði verið gefið súrefni á laugardag viðurkenndu þeir það á sunnudag. Þeir sögðu einnig að honum hefðu verið gefnir sterar sem New York Times segir að gæti bent til þess að veikindin séu alvarlegri en af er látið. Engu að síður héldu læknarnir því fram að Trump væri það hress að hann yrði mögulega útskrifaður af sjúkrahúsinu þegar í dag. Óháði læknar furða sig á að sjúklingur með kórónuveiruna yrði útskrifaður svo fljótt eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Þeir benda á að einkenni geti komið í bylgjum og hætta sé á að Trump gæti þurft að leggjast aftur inn síðar verði hann útskrifaður í dag. Sean Conley, læknir Trump, gaf misvísandi upplýsingar um heilsu forsetans um helgina. Sér til varnar sagðist Conley gefið bjarta mynd af stöðunni til að gera veikindi Trump ekki verri.AP/Jacquelyn Martin Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir bíltúr fyrir utan sjúkrahúsið Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem hafa komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann í Maryland, norður af höfuðborginni Washington DC. 5. október 2020 07:34 Bjartsýnir á bata Trump Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. 4. október 2020 22:30 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. Trump var fluttur á Walter Reed-sjúkrahúsið í Maryland eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar á föstudag. Læknar hans og ráðgjafar í Hvíta húsinu gáfu misvísandi upplýsingar um heilsu forsetans um helgina og reyndu að draga upp bjartsýna mynd af ástandi hans og horfum. Sean Conley, læknir Hvíta hússins, virðist meðal annars hafa logið vísvitandi þegar hann sagði fréttamönnum að Trump hefði ekki verið gefið súrefni eftir að súrefnismettun í blóði hans féll á laugardag. Þá skapaðist töluverð ringlureið þegar læknir forsetans sagði um helgina að Trump hefði greinst smitaður fyrr en greint hefur verið frá opinberlega. Forsetinn hefði þá mögulega ferðast um vitandi að hann væri smitaður. Hvíta húsið hélt því fram að læknirinn hefði „mismælt“ sig. Óvænt sjónarspilið fyrir utan sjúkrahúsið síðdegis í gær þegar Trump var ekið löturhægt í svartri bifreið svo að hann gæti veifað til stuðningsmanna sinna kom svo læknum og leyniþjónustunni sem sér um að gæta öryggis forsetans í opna skjöldu. Þeir saka forsetann um að stefna heilsu og lífi lífvarða sinna í hættu fyrir almannatengslabrellu. „Þetta átti aldrei að eiga sér stað“ „Hann er ekki einu sinni að þykjast að honum standi ekki á sama,“ hefur Washington Post eftir leyniþjónustumanni sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir Hvíta hússins. „Hvar eru þeir fullorðnu?“ sagði annar fyrrverandi leyniþjónustumaður. CNN-fréttastöðin hefur eftir öðrum núverandi leyniþjónustumanni sem vinnur við öryggisgæslu Trump og fjölskyldu hans að bílferð Trump í gær hefði „aldrei átt að eiga sér stað“. Tveir lífverðir í sloppum, grímum með augnhlífar fylgdu Trump, sem var með grímu fyrir andlitinu, í bílnum. Þeir þurfa nú að gangast undir fjórtán daga sóttkví og eru útsettir fyrir smiti. Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, fullyrðir að allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafi verið viðhafðar í ökuferðinni. Læknar forsetans hafi úrskurðað að ferðin væri örugg. Sannleiksgildi þess síðarnefnda er óljóst. James Philipps, læknir við Walter Reed-sjúkrahúsið, benti á að forsetabifreiðin sem Trump var ekið í sé ekki aðeins skotheld heldur einnig loftþétt til að verjast efnaárásum. „Hættan á Covid-19-smiti inni er eins mikil og hún verður fyrir utan læknismeðferð. Ábyrgðarleysið er sláandi. Hugur minn er með leyniþjónustunni sem neyddist til þess að taka þátt,“ tísti Phillips. Every single person in the vehicle during that completely unnecessary Presidential drive-by just now has to be quarantined for 14 days. They might get sick. They may die. For political theater. Commanded by Trump to put their lives at risk for theater. This is insanity.— Dr. James P. Phillips, MD (@DrPhillipsMD) October 4, 2020 Í sama streng tók Jonathan Reiner, prófessor í læknisfræði og skurðlækningum við George Washington-háskólann. Sjúkrahússtarfsfólk sem umgengst kórónuveirusjúklinga eins og Trump klæðist fullum hlífðarbúnaði. „Með því að fara í skemmtibíltúr fyrir utan Walter Reed stefnir forsetinn lífvörðum sínum í alvarlega hættu,“ tísti Reiner. Vildu sýna styrkleika Skeytingarleysi Trump gagnvart heilsu lífvarða sinna var þegar óánægjuefni innan leyniþjónustunnar. Nokkrir liðsmenn hennar hafa smitast af kórónuveirunni þegar þeir hafa ferðast með forsetanum á kosningafundi með stuðningsmönnum hans sem hann hefur haldið áfram í trássi við tilmæli hans eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir. Álag á leyniþjónustumenn hefur aukist þegar hluti teymisins hefur þurft að fara í einangrun eða sóttkví. „Maður getur ekki sagt nei,“ segir leyniþjónustumaður um hvernig lífverðirnir eigi engra annarra kosta völ en að verða við kröfum forsetans. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var það Trump sjálfur og nánustu ráðgjafar hans sem tóku ákvörðun um að fara í bílferðina. Forsetanum hafi leiðst á sjúkrahúsinu og hann hafi viljað sýna styrkleika enda hefði honum gramist að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta húsinu, segði fréttamönnum að heilsa Trump væri verri en læknar lýstu á laugardag. CNN segir að Trump og ráðgjafar hans hafi með bílferðinni viljað sýna þjóðinni að forsetinn væri hress og við stjórnvölinn. „Ímyndin skiptir máli þessa stundina. Það er lykilatriði að sýna styrkleika og seiglu. Ekki bara fyrir bandarísku þjóðina heldur fyrir þá sem fylgjast með erlendis,“ segir heimildarmaður Washington Post sem stendur Meadows nærri. Hvíta húsið birti myndir af Trump þar sem hann sat við borð, að því er virtist að fara yfir skjöl við tvö mismunandi tækifæri. Myndirnar voru þó teknar með um tíu mínútna millibili og virtist Trump skrifa nafn sitt á autt blað á annarri þeirra. Forsetinn var ekki með grímu á myndunum og segir CNN óljóst til hvaða ráðstafana var gripið til að verja ljósmyndarann fyrir smithættu. Önnur myndanna sem Hvíta húsið birti á laugardag og áttu að sýna Trump við vinnu á sjúkrahúsinu. Þar virðist hann skrifa nafn sitt á autt blað.AP/Joyce N. Boghosian/Hvíta húsið Trúverðugleiki læknanna skaddaður Upplýsingaóreiðan í kringum veikindi Trump um helgina er talin hafa skaðað trúverðugleika lækna hans verulega. Eftir að læknarnir höfnuðu því að Trump hefði verið gefið súrefni á laugardag viðurkenndu þeir það á sunnudag. Þeir sögðu einnig að honum hefðu verið gefnir sterar sem New York Times segir að gæti bent til þess að veikindin séu alvarlegri en af er látið. Engu að síður héldu læknarnir því fram að Trump væri það hress að hann yrði mögulega útskrifaður af sjúkrahúsinu þegar í dag. Óháði læknar furða sig á að sjúklingur með kórónuveiruna yrði útskrifaður svo fljótt eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Þeir benda á að einkenni geti komið í bylgjum og hætta sé á að Trump gæti þurft að leggjast aftur inn síðar verði hann útskrifaður í dag. Sean Conley, læknir Trump, gaf misvísandi upplýsingar um heilsu forsetans um helgina. Sér til varnar sagðist Conley gefið bjarta mynd af stöðunni til að gera veikindi Trump ekki verri.AP/Jacquelyn Martin
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir bíltúr fyrir utan sjúkrahúsið Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem hafa komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann í Maryland, norður af höfuðborginni Washington DC. 5. október 2020 07:34 Bjartsýnir á bata Trump Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. 4. október 2020 22:30 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir bíltúr fyrir utan sjúkrahúsið Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem hafa komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann í Maryland, norður af höfuðborginni Washington DC. 5. október 2020 07:34
Bjartsýnir á bata Trump Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. 4. október 2020 22:30
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09