Innlent

Allir sjúk­lingarnir þrír í öndunar­vél

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/vilhelm

Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. Fimmtán liggja inni á spítalanum með sjúkdóminn en alls hafa 22 verið lagðir inn frá upphafi þriðju bylgju, sem hófst um miðjan september.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Spítalinn er á hættustigi vegna faraldurs kórónuveiru en undanfarið hafa margir lýst yfir áhyggjum af getu hans til að taka við Covid-sjúklingum sökum fráflæðisvanda.

677 sjúklingar eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar spítalans. Þá eru 58 starfsmenn í sóttkví og 40 í einangrun vegna veirunnar.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í pistli um helgina að spítalinn væri ekki jafntilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgi hratt þessa dagana, bæði á Covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum.


Tengdar fréttir

Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×