Björgunarhringnum kastað Árni Steinn Viggósson skrifar 6. október 2020 08:02 Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar