Segir tvenn afdrífarik mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2020 09:06 Beðið í röð eftir að komast í skimun. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent