Geiturnar þrjár og tröllið ógurlega Baldur Thorlacius skrifar 6. október 2020 13:00 Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Baldur Thorlacius Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun