Bein útsending: Nordic Innovation - Staða heilsutækni á Norðurlöndum Ský 7. október 2020 08:00 Marianne Larsson, Haraldur Ingi Birgisson og Kristleifur Kristjánsson flytja erindi á ráðstefnunni. Fundarstjóri er Erla Björnsdóttir Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Streymt verður frá ráðstefnunni Staða heilsutækni á Norðurlöndunum – „Health tech in the Nordics“ hér á Vísi klukkan 13 í dag, miðvikudag. Ráðstefnan er hluti Nýsköpunarvikunnar sem stendur nú yfir. Fram koma þau Marianne Larsson, stofnandi Health Tech Nordic en Marianne hefur styrkt nýsköpunarverkefni og frumkvöðla á Norðurlöndunum í meira en áratug, Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte á Íslandi og Dr. Kristleifur Kristjánsson forseti rannsóknar- og þróunarsviðs hjá Össuri ehf. Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur stýrir ráðstefnunni sem fer fram á ensku. Sameiginlegt átak Norðurlanda um fyrirbyggjandi aðgerðir Lýðfræðilegar áskoranir hafa í dag mikil áhrif á heilbrigðiskerfi heimsins. Jafnframt standa Norðurlöndin frammi fyrir vaxandi hlutfalli aldraðra samhliða aukningu í lífsstíls- og langvinnum sjúkdómum. Norðurlöndin eru því í sameiningu að takast á við þessar áskoranir og hafa nú hrint af stað umbreytingaferli á heilbrigðiskerfum sínum. Besta leiðin til aukinna lífsgæða er að koma í veg fyrir að fólk veikist og eru fyrirbyggjandi lausnir því sérlega mikilvægar. Í dag er um það bil 10% af vergri landsframleiðslu Norðurlandanna varið í meðferðarúrræði heilbrigðiskerfisins en einungis 0,3% er varið í fyrirbyggjandi heilbrigðisúrræði. Norðurlöndin taka nú höndum saman og vinna að því að auka áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með það að leiðarljósi að jafna úthlutun fjármagns sem varið er í heilbrigðiskerfin og stefna að 5/5 hlutfalli milli meðferðar- og fyrirbyggjandi aðgerða. Norræn samstaða er lykillinn að því að viðhalda stöðu Norðurlandanna sem leiðtogar á heimsvísu í heilbrigðismálum og tryggja samkeppnishæfa framtíð heilbrigðisgreina. Framtíðarsýnin er að Norðurlöndin verði árið 2030 orðin leiðandi á heimsvísu með sjálfbært og tæknivætt heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á sérsniðna heilbrigðisþjónustu fyrir alla Norðurlandabúa. Ský stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Nordic Innovation
Heilsa Tækni Nýsköpun Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira