Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:26 Efnavopnastofunin í Haag í Hollandi tók sín eigin sýni úr Navalní og greindi þau. Niðurstaðan var sú sama og Þjóðverjar, Frakkar og Svíar komust að: eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum sem taugeitrinu novichok. Vísir/EPA Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury. Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury.
Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36