Væntir þess að hertar aðgerðir taki gildi strax í fyrramálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 18:41 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07
Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33