Hefði í raun kostað Manchester United rúma fjörutíu milljarða að fá Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:02 Manchester United hætti við að reyna að kaupa Jadon Sancho alveg eins og félagið hætti við að reyna að kaupa Erling Braut Håland í janúarglugganum. Manchester United hefði mögulega verið annars með þessa tvo í fremstu víglínu. Getty/Alex Gottschalk Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs. Enski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira
Manchester United var búið að reikna heildarkostnaðinn við það að kaupa Jadon Sancho og hann var miklu meiri en þær 120 milljónir evra sem Borussia Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn. Margir hafa klórað sér í hausnum yfir því af hverju Manchester United var ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Jadon Sancho sem þýska félagið Borussia Dortmund vildi fá. Jadon Sancho er ungur landsliðsmaður sem hefur mikla hæfileika og tíma til að gera mikið fyrir félagið í framtíðinni. Á endanum snerist þetta um mikinn kostnað í erfiðu efnahagsumhverfi. Manchester United reportedly backed out of signing Jadon Sancho after calculating that it would cost £227m.That's what the papers are saying.The latest gossip: https://t.co/jnqmCJbbXI#bbcfootball pic.twitter.com/HVcat5ZgK0— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Málið er nefnilega ekki alveg svo einfalt eins og kemur vel fram í grein hjá Guardian um ástæður þess að Manchester United gaf það upp á bátinn að kaupa Jadon Sancho. Guardian slær því upp að það hefði kostað Manchester United 250 milljónir evra í heildina að kaupa Sancho. Það gera rúma 40,8 milljarða í íslenskum krónum Þessi upphæð kemur til vegna kostnaðarins sem leggst við kaupverðið en þar erum við að tala um launakröfur leikmannsins sem og það sem þurfti að borga umboðsmanni hans sem heitir Emeka Obasi. „Félagið ákvað að þetta væri ekki framkvæmanlegt í núverandi efnahagsástandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir í frétt Jamie Jackson í Guardian. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United bakkar út úr kaupum á framtíðarstjörnu en í ársbyrjun hætti félagið einnig við að kaupa Norðmanninn Erling Braut Håland og ekki síst vegna þeirrar háu upphæðar sem umboðsmaðurinn Mino Raiola vildi fá. Manchester United býst ekki við að fá áhorfendur á heimleiki liðsins fyrr en í mars en það er talið að félagið tapi um fimm milljónum punda á hverjum áhorfendalausum leik. Það er búist við því að Manchester United tilkynni um mikinn taprekstur á næstu dögum vegna síðasta ársfjórðungs.
Enski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira