Erlent

Nóbelinn í efnafræði fyrir framfarir í erfðatækni

Kjartan Kjartansson skrifar
Charpentier (t.v.) og Doudna (t.h.) þróuðu CRIPR-erfðatæknina sem miklar vonir eru bundnar við.
Charpentier (t.v.) og Doudna (t.h.) þróuðu CRIPR-erfðatæknina sem miklar vonir eru bundnar við. Vísir/EPA

Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði í morgun fyrir þeirra þátt í þróun á aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið nefnd CRISPR/Cas9. Tæknin er sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi.

Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti um verðlaunahafana í morgun. Í umsögn hennar sagði að CRIPR-tæknin leggi nú sitt af mörkum við þróun meðferða fyrir krabbameinssjúklinga og gæti gert það mögulegt að lækna arfgenga sjúkdóma með tíð og tíma.

Sjá einnig: CRISPR og gullöld erfðavísinda

„Getan til að skera DNA hvar sem þú vilt hefur umbylt lífvísindum,“ sagði Pernilla Wittung Stafshede, einn nefndarmanna.

Charpentier er frönsk en Doudna bandarísk. Þær eru sjötta og sjöunda konan til þess að vinna Nóbelsverðlaun í efnafræði, að sögn Reuters-fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×