Innlent

Hátt í þrjátíu í sóttkví vegna smits á bráðamóttöku

Margrét Helga Erlingsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Einn sjúklingur og 27 starfsmenn bráðamóttöku þurftu að fara í sóttkví vegna smits sem greindist.
Einn sjúklingur og 27 starfsmenn bráðamóttöku þurftu að fara í sóttkví vegna smits sem greindist. Vísir/vilhelm

Kórónuveirusmit hefur greinst á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum greindist einn starfsmaður með veiruna en 27 starfsmenn spítalans þurftu í kjölfarið að fara í sóttkví auk eins sjúklings. Mbl.is greindi fyrst frá.

Alls starfa um 200 manns á bráðamóttökunni þannig að starfsemi á ekki að raskast mikið við sýkinguna.

Spítalinn starfar nú samkvæmt hættustigi vegna kórónuveirunnar. Átján liggja nú á Landspítalanum vegna veirunnar og þar af eru fjórir á gjörgæslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×