Lengi lifi íslensk kvikmyndagerð! Þórunn Egilsdóttir skrifar 7. október 2020 15:30 Í dag er ég er glöð því í fyrsta skipti í sögu þessarar þjóðar er lögð fram heildstæð stefna íslenskra stjórnvalda í kvikmyndagerð. Því ber að fagna. Íslenskri kvikmyndagerð hefur fleygt fram og er nú í hæsta gæðaflokki. Það færi verðum við að nýta. Í stefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að styðja við skapandi greinar, listir og menningarstarfsemi, ekki síst vegna þess að sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins hefur komið áherslum flokksins áfram með myndarlegri kvikmyndarstefnu sem ber nafnið Kvikmyndastefna til ársins 2030 – listgrein á tímamótum. Ísland land tækifæranna Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna. Kvikmyndagerð skapar atvinnu Kvikmyndagerð er listgrein en hún er líka svo miklu meiri en það. Hún er ört vaxandi iðngrein sem hefur alla burði til að styðja við verðmætasköpun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum. Kvikmyndagerð skapar umtalsverð verðmæti fyrir ríkissjóð, skapar á fjórða þúsund beinna og afleiddra starfa og laðar að erlenda fjárfestingu. Á bakvið eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna en við framleiðslu á kvikmynd skapast fjöldi annarra afleiddra starfa. Með því að laða til landsins stór erlend verkefni styður það enn frekar við íslenska ferðaþjónustu út um allt land hvort sem um er að ræða t.d. gistiheimili, hótel, leiðsögumenn, bílaleigur eða veitingastaði. Er þá ótalinn öll sú landkynningin sem kvikmyndagerð getur fært okkur til framtíðar. Allt helst þetta í hendur. Áfram veginn! Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag er ég er glöð því í fyrsta skipti í sögu þessarar þjóðar er lögð fram heildstæð stefna íslenskra stjórnvalda í kvikmyndagerð. Því ber að fagna. Íslenskri kvikmyndagerð hefur fleygt fram og er nú í hæsta gæðaflokki. Það færi verðum við að nýta. Í stefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að styðja við skapandi greinar, listir og menningarstarfsemi, ekki síst vegna þess að sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins hefur komið áherslum flokksins áfram með myndarlegri kvikmyndarstefnu sem ber nafnið Kvikmyndastefna til ársins 2030 – listgrein á tímamótum. Ísland land tækifæranna Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna. Kvikmyndagerð skapar atvinnu Kvikmyndagerð er listgrein en hún er líka svo miklu meiri en það. Hún er ört vaxandi iðngrein sem hefur alla burði til að styðja við verðmætasköpun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum. Kvikmyndagerð skapar umtalsverð verðmæti fyrir ríkissjóð, skapar á fjórða þúsund beinna og afleiddra starfa og laðar að erlenda fjárfestingu. Á bakvið eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna en við framleiðslu á kvikmynd skapast fjöldi annarra afleiddra starfa. Með því að laða til landsins stór erlend verkefni styður það enn frekar við íslenska ferðaþjónustu út um allt land hvort sem um er að ræða t.d. gistiheimili, hótel, leiðsögumenn, bílaleigur eða veitingastaði. Er þá ótalinn öll sú landkynningin sem kvikmyndagerð getur fært okkur til framtíðar. Allt helst þetta í hendur. Áfram veginn! Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar