Zúistum fækkaði um fimmtung Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:55 Samkvæmt tölum Þjóðskrár eru nú rétt rúmlega þúsund manns skráðir í Zuism. Þegar mest lét var á fjórða þúsund manns í félaginu sem hafði þó að því er virðist enga starfsemi. Vísir/Hanna Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur. Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur.
Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15