Bara lífsstíll? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2020 19:30 Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landbúnaður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun