Sport

Dag­skráin í dag: Strákarnir okkar og mögu­legur mót­herji

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar léttir á æfingu í gær.
Strákarnir okkar léttir á æfingu í gær. vísir/vilhelm

Stóri dagurinn er runninn upp. Loksins mæta strákarnir okkar liði Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM 2020, sem fer fram árið 2021.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars, var svo frestað fram í júní, síðar meir fram í september og nú loks október. Loksins, 8. október fer leikurinn svo fram.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17.45 og leikurinn sjálfur 18.45. Hann verður svo greindur í þaula eftir leikinn.

Sigurvegarinn úr leiknum á Laugardalsvelli mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar en sá leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Vináttulandsleik Englands og Wales má einnig finna á Stöð 2 Sport 4sem og KPMG Women's PGA Championship á Stöð 2 Golf og Vodafonedeildina í CS:GO á Stöð 2 eSport.

Allar beinar útsendingar næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×