Grunnskólakennarar undirrita nýjan kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 23:21 Kjaraviðræður hafa að miklu leyti farið fram á fjarfundum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34
Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45