Grunnskólakennarar undirrita nýjan kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 23:21 Kjaraviðræður hafa að miklu leyti farið fram á fjarfundum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Félag grunnskólakennara (FG) og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning á ellefta tímanum í kvöld. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Félag grunnskólakennara hefur verið samningslaust í sextán mánuði. Hinn nýi kjarasamningur er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög. Gildistími samningsins er til ársloka 2021. Kynning á samningnum meðal félagsmanna FG fer fram á næstu dögum og síðan verður efnt til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn þarf að liggja fyrir 23. október næstkomandi. Kjaraviðræður fóru að miklu leyti fram á fjarfundum vegna Covid-19. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að það hafi skipt miklu máli fyrir grunnskólakennara að skrifa undir samning á þessum tímapunkti. „Það er mikill léttir hjá okkur að geta að minnsta kosti borið undir félagsmenn samning, sem þeir hafa þá möguleika til að taka afstöðu til," segir Þorgerður. Hún segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort samningurinn verði samþykktur. Nýundirritaður kjarasamningur varðar 5.500 félagsmenn FG um allt land. Þorgerður segir undirritun samningsins því hafa mikil áhrif. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá formanni FG.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34 Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. 5. október 2020 12:34
Viðræðum slitið við grunnskólakennara Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag. 1. október 2020 23:45