Kæri landbúnaðarráðherra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2020 00:42 Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun