Kæri landbúnaðarráðherra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2020 00:42 Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar