Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:30 Anthony Davis og LeBron James í Mamba búningnum í leik tvö sem Lakers vann örugglega. AP/Mark J. Terrill Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum