Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 06:48 Plexígler skildi varaforsetaefnin að í kappræðunum í nótt. Getty/Morry Gash-Pool Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira