Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 06:48 Plexígler skildi varaforsetaefnin að í kappræðunum í nótt. Getty/Morry Gash-Pool Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira