Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 10:46 Jóhann Berg Guðmundsson vann kapphlaupið við tímann um að hrista af sér meiðsli fyrir leikinn mikilvæga. Hér er hann á æfingu í vikunni með Gylfa Þór Sigurðssyni. vísir/vilhelm Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum EM-umspilsins og sigurliðið sækir svo Búlgaríu eða Ungverjaland heim í úrslitaleik 12. nóvember. Í boði er sæti á EM næsta sumar þar sem Ísland yrði í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Í fyrsta sinn síðan á EM eru allir þeir sem byrjuðu leikina fimm í Frakklandi í leikmannahópi Íslands. Kolbeinn Sigþórsson missti til að mynda af öllu HM-ævintýrinu og meira hefur verið um meiðsli og forföll. Svona var byrjunarlið Íslands í öllum leikjunum á EM 2016.Getty/Michael Steele Fastlega má gera ráð fyrir því að Hannes Þór Halldórsson verði í marki Íslands. Kári Árnason hefur hrist af sér meiðsli, líkt og Ragnar Sigurðsson sem missti af leikjunum í september, og þeir verða sennilega í hjarta varnarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða á miðjunni. Annað er ekki eins öruggt. Vísir tippar á að byrjunarlið Íslands verði svona skipað: Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason. Þó að Birkir Már Sævarsson hafi verið valinn á ný í landsliðshópinn giskum við á að Guðlaugur Victor haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, og leiki þar sem hægri bakvörður. Samkeppnin er hörð hjá Ara og Herði Björgvini Magnússyni en við teljum að Ari byrji sem vinstri bakvörður í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum, sem miðjumaður eða hægri bakvörður.vísir/vilhelm Jóhann Berg er klár í slaginn og við teljum líklegra að hann byrji leikinn og fari frekar fyrr út af þurfi hann þess, eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum um síðustu helgi. Kolbeinn Sigþórsson hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með AIK, eftir að hafa meiðst í upphitun gegn Englandi fyrir mánuði, og gæti mögulega byrjað leikinn í kvöld í stað Alfreðs eða Jóns Daða. Þá gæti einnig verið að Ísland spili með þriggja manna miðju, með Gylfa fremstan en Aron og Birki eða Victor aftar. Þá yrði laus kantstaða, mögulega fyrir Rúnar Má Sigurjónsson eða Arnór Ingva Traustason. Byrji Jóhann ekki leikinn er líklegt að Rúnar geri það. Einn úr nýrri gullkynslóð Rúmena í líklegu byrjunarliði Samkvæmt rúmenskum miðlum er líklegt að Ianis Hagi, leikmaður Rangers, verði á varamannabekknum í kvöld. Mikið hefur verið rætt um frábæran árangur rúmenska U21-landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum, en aðeins einn úr því liði er í líklegu byrjunarliði. Það er George Puscas úr Reading, sem var næstmarkahæstur á EM U21 með fjögur mörk. Talið er að byrjunarliðið verði þannig skipað: Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City). Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45 og á Vísi kl. 14.
Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason.
Mark: Ciprian Tatarușanu (AC Milan). Vörn: Sergiu Hanca (Cracovia), Dragos Grigore (Ludogorets), Andrei Burca (Cluj), Mario Camora (Cluj). Miðja: Alexandru Maxim (Gaziantep), Alexandru Creţu (Maribor), Nicolae Stanciu (Slavia Prag). Sókn: Denis Alibec (Kayserispor), George Pușcaș (Reading), Alexandru Mitrița (New York City).
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Enginn í leikmannahópi eða starfsliði Rúmena með kórónuveiruna Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna. 8. október 2020 07:31
Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01
„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti