Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 13:40 Til vinstri má sjá mótmæli sem brutust út og til hægri er fangamynd af Derek Chauvin. Á myndbandi sem náðist af dauða Floyd sást Chauvin láta orð hans um að hann næði ekki andanum sér sem vind um eyru þjóta. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira