Ung­verjar mót­herjar Ís­lands í úr­slita­leiknum | Lars og læri­sveinar úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars í stuði.
Lars í stuði. Denis Doyle/Getty Images)

Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld.

Ungverjarnir náðu forystunni á sautjándu mínútu og voru komnir í 2-0 er síðari hálfleikur var tveggja mínútna gamall.

Þriðja markið kom svo stundarfjórðungi fyrir leikslok en Búlgaría klóraði í bakkann áður en yfir lauk og lokatölur 3-1.

Ungverjaland og Ísland munu því mætast í Ungverjalandi þann 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar.

Fjórir af þeim sjö leikjum sem fóru í gang á sama tíma og leikur Íslands og Rúmeníu fóru í framlengingu og sumir hverjir í vító en það var framlengt á milli Noregs og Serbíu.

Serbar komust yfir á 82. mínútu en Norðmenn jöfnuðu sex mínútum síðar. Í framlengingunni skoruðu Serbarnir svo sigurmarkið og Lars og lærisveinar því úr leik.

Alla leiki kvöldsins í umspilinu fyrir EM má sjá hér að neðan.

Úrslit kvöldsins:

Georgia - Hvíta Rússland 1-0

Bosnía - Norður Írland 1-1 (Norður Írland áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Búlgaría - Ungverjaland 1-3

Ísland - Rúmenía 2-1

Norður Makedónía - Kósóvó 2-1

Noregur - Serbía 1-2 (Eftir framlengingu)

Skotland - Ísrael 0-0 (Skotland áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Slóvakía - Írland 0-0 (Slóvakía áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira