Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2020 07:01 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir að vantað hafi upp á samráð við íþróttahreyfinguna í síðustu aðgerðum heilbrigðisráðherra. vísir/daníel Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45