Aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 21:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33