Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:49 Frá mótmælum Snigla vegna banaslyssins á Kjalarnesi í lok júní. Vísir/vilhelm Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“ Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“
Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35
Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20