„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 07:13 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sést hér fyrr í vikunni á svölum Hvíta hússins eftir að hann útskrifaðist af spítala. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu. Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu.
Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira