Erlent

Kín­verjar til liðs við CO­VAX

Atli Ísleifsson skrifar
Kínverjar eru með að minnsta kosti fjögur bóluefni gegn kórónuveirunni í þróun.
Kínverjar eru með að minnsta kosti fjögur bóluefni gegn kórónuveirunni í þróun. Getty

Kínverjar hafa nú ákveðið að ganga til liðs við COVAX-verkefnið, sem er samstarf þjóða heims um að dreifa væntanlegu bóluefni jafnt á meðal ríkja, óháð efnahag.

Frá þessu segir í frétt Guardian. Kínverjar, sem sjálfir eru með að minnsta kosti fjögur bóluefni í þróun, neituðu að vera með þegar samtökin voru stofnuð fyrir nokkru, en hefur nú snúist hugur.

Bandaríkjamenn neituðu einnig að vera með í verkefninu og þeirra staða er óbreytt.

Bandalag COVAX-ríkja áætlar að kaupa um tvo milljarða skammta af bóluefni fyrir lok næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×