Landbúnaðarráðherra og lausnaleysið Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 9. október 2020 10:01 Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun