„Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 12:18 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. Það sé þá kannski meira vegna þess að ekki sé sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælum líkt og áður. Aðalmálið sé þó ekki endilega hversu stór bylgjan verði; hvort hún verði minni, aðeins stærri eða miklu stærri. Aðalmálið sé mannleg hegðun og hvað þetta sé í raun og veru einfalt ef fólk hugsi um það hvernig Covid-19-sjúkdómurinn smitast og hvað hægt sé að gera með einstaklingsbundnum sýkingavörnum til þess að rjúfa smitið. Alls hafa 35 manns lagst inn á Landspítalann í þessari þriðju bylgju sem miðað er við að hafi byrjað þann 15. september. Þar af hafa fjórir farið á gjörgæslu og af þeim þrír farið í öndunarvél. Í dag eru 24 inniliggjandi á spítalanum. Í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vetur lögðust alls 115 manns inn á Landspítalann vegna Covid-19. „Við búumst við því allt eins að þetta geti orðið stærri bylgja. Það er kannski meira vegna þess að þrátt fyrir ráðstafanir sóttvarnalæknis þá er bara ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum. Þetta kemur til dæmis fram í því að það er ekki sama pólitíska einingin á bak við þetta, ef maður tekur það sem mælistiku á stemninguna í samfélaginu,“ segir Már en í gær voru sagðar fréttir af því að óeining væri innan stjórnarmeirihlutans vegna sóttvarnaaðgerða. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar opinberlega; sett spurningamerki við lögmæti smitrakningar og fullyrt að heilbrigðiskerfið ráði við fleiri Covid-19-sjúklinga. Már segir að ef öll pólitík sé sett til hliðar þá séu smitsjúkdómar mjög einfaldir. „Ef smitefni fer ekki á milli tveggja einstaklinga þá verður ekki smit. Ef þú getur haldið því þannig á meðan líkaminn er að kveða niður veiruna í einum líkama þá deyr svona faraldur út. Þess vegna eru spárnar ekki að spá fyrir um einhvern „absolute“ hlut eins og veirufræði, ónæmisfræði eða eitthvað slíkt heldur er þetta spá um mannlega hegðun. Og hversu góð eru spálíkön til þess að spá fyrir um mannlega hegðun? Það er stóra spurningin,“ segir Már. Sóttvarnaaðgerðir gagnrýndar í leiðara Fréttablaðsins Yfirlýst markmið yfirvalda hér á landi í baráttunni við kórónuveiruna hefur frá upphafi verið að vernda viðkvæma hópa og tryggja að heilbrigðiskerfið geti ráðið við þann fjölda smitaðra sem þarf á spítalainnlögn að halda; að kerfið verði ekki yfirkeyrt. Verulega hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi í vikunni miða eins og áður að þessu en gagnrýnisraddir á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda heyrast víðar en í pólitíkinni, til dæmis í leiðara Fréttablaðsins í dag sem Hörður Ægisson ritar. Þar segir meðal annars: „Í yfirlýsingu sem á þriðja tug fræðimanna, meðal annars Nóbelsverðlaunahafar, birtu í vikunni er þessi stefna sem ræður ríkjum í baráttunni gegn farsóttinni gagnrýnd harðlega. Á það er bent að við vitum nú að hættan á því að deyja af völdum COVID-19 er þúsundfalt meiri hjá öldruðum og sjúkum en ungu fólki. Raunar sé veiran hættuminni börnum en margir aðrir sjúkdómar, meðal annars inflúensa. Markmið sóttvarnaaðgerða eigi þess vegna að beinast að því að takmarka dauðsföll og félagslegan skaða eins og mögulegt er þar til hjarðónæmi næst. Besta og mannúðlegasta leiðin til þess er að leyfa þeim sem eru í minnstri hættu að lifa eðlilegu lífi og auka þannig ónæmi gagnvart veirunni á sama tíma og viðkvæmustu hóparnir séu verndaðir. Íslensk stjórnvöld ættu að taka mark á þessum ráðum.“ Fjallað var um yfirlýsinguna sem vísað er til í leiðaranum á Vísi í gær en nöfn þó nokkurra Íslendinga, þar með talið lækna, má finna á undirskriftalistanum til stuðnings yfirlýsingunni. Heilbrigðisyfirvöld skuldbundin til að veita öllum þjónustu Spurður út í þessa orðræðu, meðal annars í samhengi við það markmið að vernda heilbrigðiskerfið, segir Már þetta margháttað mál. Það sé alveg satt að tiltölulega fáir veikist alvarlega og að sumu leyti sé fyrirsjáanlegt hverjum sé mest hætta búin af veirunni. Hins vegar séu heilbrigðisyfirvöld skuldbundin til þess að veita öllum þjónustu, til dæmis ungri manneskju sem fær kransæðastíflu. „Þá gerum við ráð fyrir því að við sem samfélag gerum allt sem við getum til þess að endurlífga þig, koma þér á spítala, fara með þig í kransæðaþræðingu og víkka þig út. Ef kerfið okkar er þannig að það rignir inn veiku fólki og allir starfsmenn eru uppteknir við að sinna þeim, eða þá þeir smitast og verða veikir, þá gerist tvennt: Það eykst mikið innflæði sjúklinga og á sama tíma eru heilbrigðisstarfsmenn kannski útsettari. Af því það er svo rosalega mikið að gera og allir svo þreyttir þá fer fólk að veikjast og er veikt í vinnunni því það er ekki svigrúm fyrir veikt starfsfólk og þá fer fólk að deyja. Nú er ég bara að lýsa atburðarásinni eins og hún gerðist erlendis. Þá fer saman að þjónusta heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hana og gerum kröfu um dettur niður og dánartíðni vegna veikindanna hækkar,“ segir Már og tekur dæmi um að þetta sé það sem hafi gerst á Ítalíu, Spáni og í Bandaríkjunum. Sinna litlu ef nokkru öðru með 25 manns á gjörgæslu vegna Covid-19 Þegar verið sé að tala um að vernda heilbrigðiskerfið þá sé átt við þetta. Sumu megi fresta, eins og verið sé að gera í faraldrinum, en öðru ekki. Það séu til dæmis jafnmörg krabbameinstilfelli og áður en farsóttin skall á. Þessu þurfi að sinna eins og áður. „Það er verið að reyna að horfa á þetta kerfislægt og segja hver er geta spítalans? Við höfum sagt að við getum alveg farið upp í að vera með 80 manns hérna inniliggjandi og 20 til 25 á gjörgæsludeild. En þá höfum við í rauninni mjög lítið svigrúm, ef nokkuð, til að gera nokkuð annað. Auðvitað þurfum við þá á einhverjum tímapunkti að segja hvernig getum við nýtt Kragasjúkrahúsin, Sjúkrahúsið á Akureyri og Ísafirði og allar þessar heilbrigðisstofnanir. En fyrir utan Akureyri þá hafa aðrar heilbrigðisstofnanir ekkert sérstaklega góða aðstöðu hvað varðar einangrun og þess háttar,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. Það sé þá kannski meira vegna þess að ekki sé sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælum líkt og áður. Aðalmálið sé þó ekki endilega hversu stór bylgjan verði; hvort hún verði minni, aðeins stærri eða miklu stærri. Aðalmálið sé mannleg hegðun og hvað þetta sé í raun og veru einfalt ef fólk hugsi um það hvernig Covid-19-sjúkdómurinn smitast og hvað hægt sé að gera með einstaklingsbundnum sýkingavörnum til þess að rjúfa smitið. Alls hafa 35 manns lagst inn á Landspítalann í þessari þriðju bylgju sem miðað er við að hafi byrjað þann 15. september. Þar af hafa fjórir farið á gjörgæslu og af þeim þrír farið í öndunarvél. Í dag eru 24 inniliggjandi á spítalanum. Í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vetur lögðust alls 115 manns inn á Landspítalann vegna Covid-19. „Við búumst við því allt eins að þetta geti orðið stærri bylgja. Það er kannski meira vegna þess að þrátt fyrir ráðstafanir sóttvarnalæknis þá er bara ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum. Þetta kemur til dæmis fram í því að það er ekki sama pólitíska einingin á bak við þetta, ef maður tekur það sem mælistiku á stemninguna í samfélaginu,“ segir Már en í gær voru sagðar fréttir af því að óeining væri innan stjórnarmeirihlutans vegna sóttvarnaaðgerða. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar opinberlega; sett spurningamerki við lögmæti smitrakningar og fullyrt að heilbrigðiskerfið ráði við fleiri Covid-19-sjúklinga. Már segir að ef öll pólitík sé sett til hliðar þá séu smitsjúkdómar mjög einfaldir. „Ef smitefni fer ekki á milli tveggja einstaklinga þá verður ekki smit. Ef þú getur haldið því þannig á meðan líkaminn er að kveða niður veiruna í einum líkama þá deyr svona faraldur út. Þess vegna eru spárnar ekki að spá fyrir um einhvern „absolute“ hlut eins og veirufræði, ónæmisfræði eða eitthvað slíkt heldur er þetta spá um mannlega hegðun. Og hversu góð eru spálíkön til þess að spá fyrir um mannlega hegðun? Það er stóra spurningin,“ segir Már. Sóttvarnaaðgerðir gagnrýndar í leiðara Fréttablaðsins Yfirlýst markmið yfirvalda hér á landi í baráttunni við kórónuveiruna hefur frá upphafi verið að vernda viðkvæma hópa og tryggja að heilbrigðiskerfið geti ráðið við þann fjölda smitaðra sem þarf á spítalainnlögn að halda; að kerfið verði ekki yfirkeyrt. Verulega hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi í vikunni miða eins og áður að þessu en gagnrýnisraddir á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda heyrast víðar en í pólitíkinni, til dæmis í leiðara Fréttablaðsins í dag sem Hörður Ægisson ritar. Þar segir meðal annars: „Í yfirlýsingu sem á þriðja tug fræðimanna, meðal annars Nóbelsverðlaunahafar, birtu í vikunni er þessi stefna sem ræður ríkjum í baráttunni gegn farsóttinni gagnrýnd harðlega. Á það er bent að við vitum nú að hættan á því að deyja af völdum COVID-19 er þúsundfalt meiri hjá öldruðum og sjúkum en ungu fólki. Raunar sé veiran hættuminni börnum en margir aðrir sjúkdómar, meðal annars inflúensa. Markmið sóttvarnaaðgerða eigi þess vegna að beinast að því að takmarka dauðsföll og félagslegan skaða eins og mögulegt er þar til hjarðónæmi næst. Besta og mannúðlegasta leiðin til þess er að leyfa þeim sem eru í minnstri hættu að lifa eðlilegu lífi og auka þannig ónæmi gagnvart veirunni á sama tíma og viðkvæmustu hóparnir séu verndaðir. Íslensk stjórnvöld ættu að taka mark á þessum ráðum.“ Fjallað var um yfirlýsinguna sem vísað er til í leiðaranum á Vísi í gær en nöfn þó nokkurra Íslendinga, þar með talið lækna, má finna á undirskriftalistanum til stuðnings yfirlýsingunni. Heilbrigðisyfirvöld skuldbundin til að veita öllum þjónustu Spurður út í þessa orðræðu, meðal annars í samhengi við það markmið að vernda heilbrigðiskerfið, segir Már þetta margháttað mál. Það sé alveg satt að tiltölulega fáir veikist alvarlega og að sumu leyti sé fyrirsjáanlegt hverjum sé mest hætta búin af veirunni. Hins vegar séu heilbrigðisyfirvöld skuldbundin til þess að veita öllum þjónustu, til dæmis ungri manneskju sem fær kransæðastíflu. „Þá gerum við ráð fyrir því að við sem samfélag gerum allt sem við getum til þess að endurlífga þig, koma þér á spítala, fara með þig í kransæðaþræðingu og víkka þig út. Ef kerfið okkar er þannig að það rignir inn veiku fólki og allir starfsmenn eru uppteknir við að sinna þeim, eða þá þeir smitast og verða veikir, þá gerist tvennt: Það eykst mikið innflæði sjúklinga og á sama tíma eru heilbrigðisstarfsmenn kannski útsettari. Af því það er svo rosalega mikið að gera og allir svo þreyttir þá fer fólk að veikjast og er veikt í vinnunni því það er ekki svigrúm fyrir veikt starfsfólk og þá fer fólk að deyja. Nú er ég bara að lýsa atburðarásinni eins og hún gerðist erlendis. Þá fer saman að þjónusta heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hana og gerum kröfu um dettur niður og dánartíðni vegna veikindanna hækkar,“ segir Már og tekur dæmi um að þetta sé það sem hafi gerst á Ítalíu, Spáni og í Bandaríkjunum. Sinna litlu ef nokkru öðru með 25 manns á gjörgæslu vegna Covid-19 Þegar verið sé að tala um að vernda heilbrigðiskerfið þá sé átt við þetta. Sumu megi fresta, eins og verið sé að gera í faraldrinum, en öðru ekki. Það séu til dæmis jafnmörg krabbameinstilfelli og áður en farsóttin skall á. Þessu þurfi að sinna eins og áður. „Það er verið að reyna að horfa á þetta kerfislægt og segja hver er geta spítalans? Við höfum sagt að við getum alveg farið upp í að vera með 80 manns hérna inniliggjandi og 20 til 25 á gjörgæsludeild. En þá höfum við í rauninni mjög lítið svigrúm, ef nokkuð, til að gera nokkuð annað. Auðvitað þurfum við þá á einhverjum tímapunkti að segja hvernig getum við nýtt Kragasjúkrahúsin, Sjúkrahúsið á Akureyri og Ísafirði og allar þessar heilbrigðisstofnanir. En fyrir utan Akureyri þá hafa aðrar heilbrigðisstofnanir ekkert sérstaklega góða aðstöðu hvað varðar einangrun og þess háttar,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira