Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 16:04 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lokunarstyrkirnir nú verði rausnarlegri en í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira