Kári Árnason er ekki fótbrotinn eins og óttast var. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, við Vísi.
Kári fór meiddur af velli undir lok leiks Íslands og Rúmeníu í gær. Óttast var að hann væri fótbrotinn en svo reyndist ekki vera. Íslendingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.
Freyr sagði að lítið annað væri hægt að segja á þessari stundu en kvaðst bjartsýnn á að Kári yrði klár fyrir leikinn gegn Ungverjalandi um sæti á EM 12. nóvember næstkomandi.
Kári var meiddur í aðdraganda leiksins gegn Rúmeníu en lék 86 mínútur í gær og stóð fyrir sínu í miðri vörn Íslands.
Íslendingar mæta Dönum á sunnudaginn og Belgum á miðvikudaginn í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar.