Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 17:02 Þungvopnaðir menn hafa verið tíð sjón við þinghús Michigan undanfarna mánuði. EPA/JEFFREY SAUGER Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49