Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. október 2020 11:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki koma til greina að setja á útgöngubann nema algert neyðarástand verði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. Of snemmt sé þó að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun en að næstu dagar muni gefa skýrari mynd af því. Of snemmt sé að fullyrða hvort sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi séu farnar að bera árangur. 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 57 í sóttkví við greiningu. Yfir fjögur þúsund sýni voru tekin í gær sem er nokkuð meira en síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu of snemmt að fullyrða um hvort við séum að sjá árangur af sóttvarnaraðgerðum, þrátt fyrir að færri hafi greinst í gær en í fyrradag. „Það tekur aðeins lengri tíma að sjá það. Við þurfum að horfa aðeins fram í næstu viku og þetta hefur verið að sveiflast svolítið. Hlutfall jákvæðra sjúklingasýna eru í kring um þrjú prósent,“ segir Þórólfur. Ánægjulegt hve margir sem greindust voru í sóttkví Fleiri voru í sóttkví við greiningu í gær en síðustu daga. „Það er mjög ánægjulegt að 65 prósent af þeim sem greindust með einkenni voru í sóttkví. Það er bara mjög fínt og þetta er allavega ekki að stefna í ranga átt og við þurfum bara að sjá næstu daga hvort þetta heldur áfram að fara niður eða hvernig það verður.“ 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Þórólfur á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. „Staðan er þannig því að fjöldi alvarlegra veikinda kemur í kjölfarið á þessum veikindum sem eru að greinast. Það tekur um það bil eina viku fyrir einstakling að verða veikur, alvarlega veikur ef það fer þá leið, þannig að ég held að við eigum eftir að sjá fleiri innlagnir,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki viss um hve margar öndunarvélar séu til á Landspítalanum en telur nóg til af þeim til þess að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins. „Það er held ég ekki það sem er takmarkandi þáttur, fjöldi öndunarvéla. Það er bæði pláss og mannaflið sem þarf til að annast þessa veiku. Það þarf auðvitað mjög sérhæfðan mannafla og það er mikið af öðrum veikindum líka á spítalanum sem að reynir á þolraun spítalans,“ segir Þórólfur. „Ef það verður mikið af Covid-sjúklingum reynir það á þjónustu við aðra sjúklinga.“ Útgöngubann kemur ekki til greina nema við neyðarástand Þórólfur segir að ekki hafi komið til skoðunar að setja á útgöngubann í stuttan tíma til að kveða þriðju bylgju faraldursins niður. „Það væri algert neyðarúrræði og okkur gekk vel með svipaðar aðgerðir og við erum með núna síðastliðinn vetur og við látum á það reyna aftur núna. Við förum ekki að fara út í einhverjar miklu harðari aðgerðir, ekki nema við algert neyðarástand sé í gangi.“ Hvað er algert neyðarástand? „Ég get ekki sagt einhverja nákvæma tölu en það er bara þegar við förum að sjá aukningu í faraldrinum og greinilegt að spítalakerfið og heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum. Þá þarf að grípa til einhverra aðgerða og það er ekki komið að því núna,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa áhyggjur af því að fólk missi þolinmæðina á aðgerðunum sem eru í gangi og fari ekki eftir þeim tilmælum sem liggja fyrir. „Mér sýnist nú að langflestir, og nánast allir, séu bara hreinlega að fara mjög vel eftir þeim fyrirmælum sem eru og fyrir það ber að þakka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Metfjöldi sjúkraflutninga annan daginn í röð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt. 10. október 2020 08:59 Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. Of snemmt sé þó að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun en að næstu dagar muni gefa skýrari mynd af því. Of snemmt sé að fullyrða hvort sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi séu farnar að bera árangur. 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 57 í sóttkví við greiningu. Yfir fjögur þúsund sýni voru tekin í gær sem er nokkuð meira en síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu of snemmt að fullyrða um hvort við séum að sjá árangur af sóttvarnaraðgerðum, þrátt fyrir að færri hafi greinst í gær en í fyrradag. „Það tekur aðeins lengri tíma að sjá það. Við þurfum að horfa aðeins fram í næstu viku og þetta hefur verið að sveiflast svolítið. Hlutfall jákvæðra sjúklingasýna eru í kring um þrjú prósent,“ segir Þórólfur. Ánægjulegt hve margir sem greindust voru í sóttkví Fleiri voru í sóttkví við greiningu í gær en síðustu daga. „Það er mjög ánægjulegt að 65 prósent af þeim sem greindust með einkenni voru í sóttkví. Það er bara mjög fínt og þetta er allavega ekki að stefna í ranga átt og við þurfum bara að sjá næstu daga hvort þetta heldur áfram að fara niður eða hvernig það verður.“ 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Þórólfur á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. „Staðan er þannig því að fjöldi alvarlegra veikinda kemur í kjölfarið á þessum veikindum sem eru að greinast. Það tekur um það bil eina viku fyrir einstakling að verða veikur, alvarlega veikur ef það fer þá leið, þannig að ég held að við eigum eftir að sjá fleiri innlagnir,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki viss um hve margar öndunarvélar séu til á Landspítalanum en telur nóg til af þeim til þess að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins. „Það er held ég ekki það sem er takmarkandi þáttur, fjöldi öndunarvéla. Það er bæði pláss og mannaflið sem þarf til að annast þessa veiku. Það þarf auðvitað mjög sérhæfðan mannafla og það er mikið af öðrum veikindum líka á spítalanum sem að reynir á þolraun spítalans,“ segir Þórólfur. „Ef það verður mikið af Covid-sjúklingum reynir það á þjónustu við aðra sjúklinga.“ Útgöngubann kemur ekki til greina nema við neyðarástand Þórólfur segir að ekki hafi komið til skoðunar að setja á útgöngubann í stuttan tíma til að kveða þriðju bylgju faraldursins niður. „Það væri algert neyðarúrræði og okkur gekk vel með svipaðar aðgerðir og við erum með núna síðastliðinn vetur og við látum á það reyna aftur núna. Við förum ekki að fara út í einhverjar miklu harðari aðgerðir, ekki nema við algert neyðarástand sé í gangi.“ Hvað er algert neyðarástand? „Ég get ekki sagt einhverja nákvæma tölu en það er bara þegar við förum að sjá aukningu í faraldrinum og greinilegt að spítalakerfið og heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum. Þá þarf að grípa til einhverra aðgerða og það er ekki komið að því núna,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa áhyggjur af því að fólk missi þolinmæðina á aðgerðunum sem eru í gangi og fari ekki eftir þeim tilmælum sem liggja fyrir. „Mér sýnist nú að langflestir, og nánast allir, séu bara hreinlega að fara mjög vel eftir þeim fyrirmælum sem eru og fyrir það ber að þakka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Metfjöldi sjúkraflutninga annan daginn í röð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt. 10. október 2020 08:59 Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05
Metfjöldi sjúkraflutninga annan daginn í röð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt. 10. október 2020 08:59
Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 9. október 2020 20:15