Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 07:36 Trump ávarpaði stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Síðar um daginn tilkynnti læknir hans um að Trump væri ekki lengur smitandi af kórónuveirunni. Samuel Corum/Getty Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira