60 greindust með veiruna innanlands í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 10:28 Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm 60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 36 voru í sóttkví við greiningu, en 24 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is. Heildarfjöldi þeirra sem sýkst hafa innanlands er nú 3.526. 46 greindust við einkennasýnatöku, en 14 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 237,3. Alls eru 988 í einangrun með virk smit. Alls voru tekin 1.124 einkennasýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu, 544 landamærasýni, 352 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun og 132 önnur sýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá greindust þrjú smit á landamærunum en allir þrír sem greindust bíða mótefnamælingar. Nýgengi landamærasmita er 9,3. Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að 75 smit hefðu greinst í gær. Frétt og fyrirsögn hafa verið leiðrétt í samræmi við tölur af vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is Ætlast til að samfélagið hlúi að þeim sem minna mega sín Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Kári meðal annars um andstöðu þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til með það fyrir augum að koma böndum á faraldurinn. Kári segir kórónuveiruna vega harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja og því sé sjálfsagt að samfélagið beiti hörðum aðgerðum til að hefta útbreiðslu. „Eitt af því sem ég ætlast til, í minni frekju, af þessu samfélagi, er að það hlúi að þeim sem minna mega sín,“ sagði Kári. Hann sagði þá hina svokölluðu sænsku leið, sem mikið hefur verið rætt og ritað um, felast í því að sleppa veirunni lausri um samfélagið. Með því sé verið að loka augunum fyrir þeirri nauðsyn að hlúa að þeim sem minna mega sín. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:05. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 36 voru í sóttkví við greiningu, en 24 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is. Heildarfjöldi þeirra sem sýkst hafa innanlands er nú 3.526. 46 greindust við einkennasýnatöku, en 14 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 237,3. Alls eru 988 í einangrun með virk smit. Alls voru tekin 1.124 einkennasýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu, 544 landamærasýni, 352 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun og 132 önnur sýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá greindust þrjú smit á landamærunum en allir þrír sem greindust bíða mótefnamælingar. Nýgengi landamærasmita er 9,3. Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að 75 smit hefðu greinst í gær. Frétt og fyrirsögn hafa verið leiðrétt í samræmi við tölur af vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is Ætlast til að samfélagið hlúi að þeim sem minna mega sín Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Kári meðal annars um andstöðu þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til með það fyrir augum að koma böndum á faraldurinn. Kári segir kórónuveiruna vega harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja og því sé sjálfsagt að samfélagið beiti hörðum aðgerðum til að hefta útbreiðslu. „Eitt af því sem ég ætlast til, í minni frekju, af þessu samfélagi, er að það hlúi að þeim sem minna mega sín,“ sagði Kári. Hann sagði þá hina svokölluðu sænsku leið, sem mikið hefur verið rætt og ritað um, felast í því að sleppa veirunni lausri um samfélagið. Með því sé verið að loka augunum fyrir þeirri nauðsyn að hlúa að þeim sem minna mega sín. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:05.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira